47 herbergi, þar af 4 með sérbaðherbergi, og 4 stúdíóíbúðir.

Í öllum herbergjum eru ísskápur, klæðaskápur og rúm. Öll herbergin hafa aðgang að sérstöku sjónvarpskerfi með 12 erlendum sjónvarpsstöðvum.

Í sameign er aðgangur að tveimur stórum eldhúsum, 11 baðherbergjum og þvottahúsi með tveimur þvottavélum og þurrkurum.

Húsið er í göngufæri við Húsgagnahöllina (Krónan, Bakarameistarinn, Intersport o.fl.) og fjölda veitingastaða, t.d. Dominos, Hamborgarabúlluna, Serrano og Subway. Góðar strætisvagnasamgöngur.Herbergi með aðgangi að baði og eldhúsi
     85.000
   
Herbergi með baði og eldhúsi
135.000


Innifalið í leigu er rafmagn, hiti, aðgangur að þvottahúsi og eldhúsi fyrir einn. Rukkað er kr 27.500 auka gjald ef það eru tveir í herbergi sem er hámark.

Lágmarks leigutímabil eru þrír mánuðir og er eins mánaðar uppsögn eftir það og miðast hún við mánaðarmót.

Nánari upplýsingar í síma 777 1313 alla virka daga milli 13-17
Tölvupóstur leiga@leiguherbergi.isSjá á korti.

Leiguskilmáli        Leiguherbergi.is. - Funahöfða 19 - 110 Reykjavík - Sími 777 1313