Leiguskilmálar fyrir leiguherbergi.is


  1. Leiguherbergi.is, hér eftir, leigusali setur fjögur frumskilyrði fyrir því að leigja herbergi til leigutaka.
    1. Ganga þrifalega um.
    2. Skemma ekki hið leigða eða eigur annara leigutaka
    3. Trufla ekki meðleigjendur
    4. Borga á réttum tíma.
    Brjóti leigutaki ofangreind skilyrði hefur leigusali heimild til að rifta samningi fyrirvaralaust og vísa leigutaka út úr húsnæðinu. Leigutaki á í því tilfelli ekki neina kröfu á leigusala brjóti hann ofangreind skilyrði.


  1. Leiga skal ávallt greidd fyrirfram. Gjalddagi og eindagi er fyrsti dagur hvers mánaðar. Við upphaf leigutíma skal leigutaki leggja fram tryggingu sem samsvarar eins mánaðar leigu, að viðbættri leigu fyrsta mánaðar. Trygging fellur undir greiðslufall húsaleigu, hugsanlegra skemmda, þrifagjalds, lyklagjalds og öðrum þeim kostnaði sem leigusali kann að verða fyrir. Trygging er endurgreidd þegar leigutaki hefur skilað af sér herberginu og starfsmenn leigutaka hafa yfirfarið hið leigða. Trygging skal ávalt vera samsvarndii mánaðarleigugreiðslu og ekki er hægt að nota hana sem greiðlsu á leigu. Trygging er endurgreidd þegar leigutaki hefur skilað af sér herberginu og starfsmenn leigutaka hafa yfirfarið hið leigða og það tilbúið til útleigu á ný.


  1. Leigutaki skal ganga vel og snyrtilega um húsnæðið og gæta þess að ónáða ekki meðleigjendur sína. Leigutaki ber ábyrgð á umgengni gesta sem til hans koma og gilda sömu reglur um umgengni þeirra og leigutaka. Athygli skal vakin á því að ekki er heimilt að halda partý í húsnæðinu.


  1. Þegar leigusamningi lýkur skal leigutaki greiða sérstakt þrifagjald fyrir þrif á herberginu. Þrifagjald er að lámarki krónur 10.000,- fyrir 10 til 15 m2 og krónur 15.000,- fyrir stúdíóherbergi. Það gildir einu hvort leigutaki segir samningi lausum sjálfur eða er sagt upp af leigusala, t.d. vegna vanskila eða brota á húsreglum.


  1. Lágmarks leigutímabil eru ţrír mánuđir og tilkynna skal leigusala uppsögn á samningi, skriflega og sannarlega með e-mail á leiga@leiguherbergi.is, með eins mánaðar fyrirvara og miðast uppsögn við mánaðarmót. T.d. uppsögn 30 nóvember 2011 tekur gilid 1 desember 2011 og er leigutaki leigir herbergi til 1 janúar 2012. Uppsögn berst 1. desember 2011, tekur gildi 1 janúar 2012 og leigutaki leigir herbergið til 1 febrúar 2012. Leigutaki skal skila herbergi hreinu eigi síðar en kl 12 að hádeigi. Yfirgefi leigutaki húsnæðið án lögmætrar uppsagnar, skal hann greiða fulla leigu fyrir uppsagnarmánuðinn.


  1. Glati leigutaki lykli að herbergi sínu er skipt um skrá og leigutaki fær nýjan lykil að herberginu. Kostnaðurinn er 15.000 og skal greiðast strax.


  1. Komi til þess að leigusali verði að rýma herbergi vegna vangoldinnar leigu eða annarra brota á reglum, skal leigutaki greiða fyrir þann kostnað.


  1. Leigusali ber ekki ábyrgð á innbúi leigutaka.


  1. Standi leigutaki ekki í skilum og ómögulegt hefur reynst að ná sambandi við leigutaka, 7 dögum eftir eindaga, lítur leigusali svo á að samningur sé rofinn og er leigusala heimilt að loka herbergi og rýma það.


  1. Um annað sem ekki er sérstaklega tekið fram í leiguskilmálum þessum gilda Húsaleigulög frá 1994 nr 36


  1. Allir leigutakar verða að samþykkja ofangreint til að fá leigt herbergi hjá leiguherbergi.is.


       Leiguherbergi.is. - Funahöfða 19 - 110 Reykjavík - Sími 777 1313